Í vetur fór fram ytra mat á skólastarfi Árskóla á vegum Menntamálastofnunar. Lagt var mat á þrjá fyrirfram ákveðna matsþætti sem eru stjórnun og fagleg forysta, nám og kennsla og innra mat. Niðurstöðum var skilað í skýrslu þar sem fram komu styrkleikar og tækifæri til umbóta á hverjum matsþætti fyrir sig. Niðurstöður voru skólanum mjög í hag en umsagnir voru ýmist:
„Mjög gott verklag sem samræmist fyllilega lýsingu um gæðastarf. Flestir eða allir þættir sterkir.” eða „Gott verklag, margir þættir í samræmi við lýsingu á gæðastarfi en möguleikar á umbótum. Fleiri styrkleikar en veikleikar.”
Í tengslum við matið var unnin umbótaáætlun í skólanum. Skýrslan og umbótaáætlunin eru aðgengilegar á vef Menntamálastofnunar. Sjá hér að neðan.
Matsskýrslan í heild á vef Menntamálastofnunar
Umbótaáætlun Árskóla