Móttaka nemanda af erlendum uppruna fer í meginatriðum fram líkt og almenn móttaka nemenda í 2. - 10. bekk sem hefja nám að hausti eða móttaka nemenda í 1. bekk eftir því sem við á.
Sjá umfjöllun hér fyrir ofan að viðbættum eftirfarandi atriðum:
-
Þess er gætt að túlkaþjónusta sé veitt í móttökuviðtali og í kynnisferð um skólann þegar þörf er á.
-
Staða nemanda við upphaf skólagöngu í öllum námsgreinum er metin og reynt er að aðlaga það námsefni sem verið er að kenna að þörfum hans.
-
Reynt er að hafa námsskipan þannig að nemendur geti tekið sem mestan þátt í almennum kennslustundum með bekkjarfélögum sínum.
-
Nemendum er boðið upp á auka íslenskukennslu og að hafa umsjónaraðila um námið fyrstu árin.
-
Skólinn hvetur foreldra/forsjáraðila nemenda til að leita leiða til að nemandinn fái einnig markvissa þjálfun í eigin móðurmáli og er það nám gjarnan metið sem hluti af skyldunámi, sem kemur í stað skyldunáms í erlendu tungumáli.
-
Óskað er eftir upplýsingum um nemandann, s.s. um dvalarleyfi, kennitölu, lögheimili, fyrri skólagöngu og fl.