Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Þeir eru tengiliðir foreldra og umsjónarkennara ef koma þarf sérstökum málum á framfæri við stjórn foreldrafélags eða skólaráð.
Æskilegt er að bekkjarfulltrúar séu minnst tveir til fjórir í hverjum árgangi. Val á bekkjarfulltrúum fer eftir stafrófsröð. Ef foreldri getur ekki tekið að sér starf bekkjarfulltrúa þegar kemur að honum ber honum að finna nýjan bekkjarfulltrúa í samráði við umsjónarkennara. Umsjónarkennarar hafa samband við tengiliði þegar þeir vænta þátttöku foreldra í skólastarfinu, en jafnframt hafa tengiliðir frumkvæði að samstarfi.
Verkefnalisti bekkjarfulltrúa/tengiliða:
-
Bekkjarfulltrúar fylgjast með því að foreldrastarfið sem ákveðið er í bekknum sé framkvæmt, t.d. bekkjarkvöld, vinahópar og umræðufundir.
-
Haldin eru tvö bekkjarkvöld, annað á haustin og hitt á vorin, og aðstoða bekkjarfulltrúar við þá viðburði í samráði við umsjónarkennara.
-
Bekkjarfulltrúar haldi umræðufund með foreldrum ef þurfa þykir, án aðkomu kennara. Þar hafa foreldrar svigrúm til að ræða málin og kemur bekkjarfulltrúi skilaboðum áleiðis til skólans eða foreldrafélags ef einhver mál koma upp.
-
Bekkjarfulltrúar skulu sjá til þess að allir foreldrar séu inni á facebook bekkjarsíðu árgangsins og eyða út þeim sem eru fluttir. Einnig skal tengiliður senda póst á þá sem ekki eru á facebook til að láta þá vita ef eitthvað sérstakt er í gangi.
-
Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir bekkjarins við foreldrafélag (og fulltrúa foreldra í skólaráði) og sitja í fulltrúaráði foreldrafélagsins. Bekkjarfulltrúar mæta á aðalfund stjórnar foreldrafélagsins sem haldinn er ár hvert í byrjun skólaárs.
-
Bekkjarfulltrúar aðstoða kennara óski þeir eftir því, við að skipuleggja þátttöku foreldra í skólastarfinu eftir því sem við á, t.d. í tengslum við vettvangsferðir, starfskynningar og heimsóknir foreldra í bekkinn.
-
Bekkjarfulltrúar aðstoða stjórn foreldrafélagsins við framkvæmd einstakra stærri viðburða, s.s. öskudagsskemmtun.
-
Bekkjarfulltrúar skulu gæta þess að hafa velferð nemenda, foreldra og kennara að leiðarljósi í bekkjarstarfinu og virða trúnað um persónulega hagi nemenda og foreldra.
Nöfn tengiliða skólaárið 2025-2026 er að finna hér að neðan:
1.bekkur |
Helga Rut Hjartardóttir |
Hákon Freyr Gíslason |
Snæborg Lilja Hjaltadóttir |
Roman Arnarson |
Elísa Ósk Ómarsdóttir |
Hrólfur Þeyr Hlínarson |
|
2.bekkur |
Inga Margrét Jónsdóttir |
Gunnþórunn Elíasdóttir |
Ágúst Ingi Ágústsson |
Guðbjörg Halldórsdóttir |
Stefán Árnason |
Þorbjörg Jóna Guðmundsdóttir |
Einar Ólason |
|
3.bekkur |
Sigrún Ólafsdóttir |
Guðlaugur Skúlason |
Erna Nielsen |
Gestur Sigurjónsson |
Helga Rut Hjartardóttir |
Hákon Freyr Gíslason |
Ólöf Ösp Sverrisdóttir |
Snorri Geir Snorrason |
|
4.bekkur |
Katrín M. Jónsdóttir |
Hans Björnsson |
Dagný Huld Gunnarsdóttir |
Hjörtur Elefsen Óskarsson |
Anna María Oddsdóttir |
Þorvaldur Gröndal |
Eva María Sveinsdóttir |
Björn Magnús Árnason |
|
5.bekkur |
Annemie J. M. Milissen |
Gústav Ferdinand Bentsson |
Andri Þór Sigurðsson |
Díana Dögg Hreinsdóttir |
Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir |
Ásdís Helga Arnarsdóttir |
Kristinn Sævarsson |
|
6.bekkur |
Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir |
Þórleifur Karl Karlsson |
Sigríður Ragndís Hilmarsdóttir |
Ómar Helgi Svavarsson |
|
7.bekkur |
Sunna Björk Björnsdóttir |
Sylvía Dögg Gunnarsdóttir |
Þórður Ingi Pálmarsson |
Guðbjörg Óskarsdóttir |
Gunnar Páll Ólafsson |
|
8.bekkur |
Sigríður Ósk Bjarnadóttir |
Elvar Már Jóhannsson |
Jóhanna Ey Harðardóttir |
Jón Kolbeinn Jónsson |
Júlíana Alda Óskarsdóttir |
Björn Ingi Björnsson |
|
9.bekkur |
Rakel Kemp Guðnadóttir |
María Anna Kemp Guðmundsdóttir |
Maria Ylfa Lebedeva |
Guðbjörg Ósk Valgarðsdóttir |
Jakob Jóhann Einarsson |
|
10.bekkur |
Vala Bára Valsdóttir |
Áskell Heiðar Ásgeirsson |
Þuríður Elín Þórarinsdóttir |
Guðmundur Rúnar Guðmundsson |
Guðrún Vigdís Jónasdóttir |
Þórhallur Rúnar Rúnarsson |
Íris Hrönn Rúnarsdóttir Isaksen |
Jóel Þór Árnason |