Símenntunaráætlun Árskóla 2023-2024
Hverjum skóla er skylt að gera símenntunaráætlun (12. gr. grunnskólalaga frá 2008). Áætlunin skal vera í sem bestu samræmi við áherslur skólans, sveitarfélagsins og aðalnámskrár. Kennarar, skólastjórnendur og almennir starfsmenn grunnskóla eiga kost á reglulegri símenntun í þeim tilgangi að efla sig í starfi. Til símenntunar starfsmanna telst öll formleg fræðsla eins og nám, námskeið, fræðsluerindi og fræðslufundir. Einnig óformleg fræðsla eins og vettvangsferðir, handleiðsla, kynningar á kennarafundum og heimsóknir í kennslustundir hjá samkennurum. Val á námskeiðum og fræðslufundum byggist á áherslum og stefnu skólans og Menntastefnu Skagafjarðar.
Skólinn styður jafnframt við starfsmenn sem fara í nám til aukinna starfsréttinda með því að gera þeim kleift að stunda nám á starfstíma skóla. Starfsmenn skóla geta einnig óskað eftir að fara á námskeið sem þeir telja að nýtist sér í starfi.
Símenntunaráætlun skólans er í sífelldri endurskoðun og getur breyst eftir aðstæðum hverju sinni. Starfsmenn eru hvattir til þátttöku í fræðslu og námskeiðum sem boðið er upp á jafnt og þétt yfir skólaárið. Samkvæmt símenntunaráætlun skóla ber starfsmönnum að sækja þau námskeið sem þeim er ætlað að fara á. Endanleg ákvörðun símenntunar er í höndum skólastjóra.
Hópur
|
Námskeið
|
Tími
|
Umsjón
|
Allir starfsmenn
|
Fræðsludagur
|
15. ágúst 2023
|
Fræðslusvið Skagafjarðar
|
Kennarar
|
Haustþing KSNV og SNV
|
-
sept. 2023
|
KSNV og SNV
|
4 starfsmenn
|
Kynnisferð til Finnlands í twengslum við verkefnið „See The Good“
|
27. - 29. sept. 2023
|
Starfsmenn skólans
|
Skólastjórnendur
|
Námstefna SÍ
|
6. - 7. október 2023
|
Skólastjórafélag Íslands
|
Allir starfsmenn
|
Fyrirlestur um netöryggismál og persónuvernd
|
19. nóvember 2023
|
Netumferðarskólinn og Persónuvernd
|
Starfsfólk í stoðþjónustu Árskóla og skólaþjónustu Skagafjarðar
|
Tengslavandi hjá börnum og ungmennum á aldrinum 9-16 ára
|
30. nóvember 2023
|
Skólaþjónusta Skagafjarðar/Jóhanna Jóhannesdóttir félagsráðgjafi MA
|
Byrjendalæsi - 2 kennarar
|
Byrjendalæsi
2 námskeiðsdagar að hausti.
5 rafrænar vinnusmiðjur á skólaárinu.
|
8. - 9. ágúst 2023
20. sept., 21. nóv, 15. jan, 12. mars, 7. maí
|
Skólaþróunarsvið Háskólans á Akureyri
|
Allir starfsmenn
|
„See The Good“
|
11. janúar 2024
|
Teymi um verkefnið
|
3 kennarar
|
Bett ráðstefna í London
|
24. - 26. janúar 2024
|
Skólastjórnendur
|
Allir starfsmenn
|
Fræðsla um heimilisofbeldi
|
27. febrúar
|
Lögreglan á Norðurlandi vestra/ Ásdís Ýr Arnardóttir sérfræðingur
|
Nokkrir kennarar/starfsmenn
|
Hegðun og líðan barna - fræði í framkvæmd.
|
12. apríl 2024
|
ART teymi Suðurlands
|
Nokkrir kennarar/starfsmenn
|
Hvað er góður skóli ? Gæðastarf í leik- og grunnskólum.
|
12. apríl 2024
|
|
Allir starfsmenn
|
Netnámsskeið um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni
|
7. maí 2024
|
Forvarnarteymi ofbeldis í Árskóla |
Allir starfsmenn
|
Skólaheimsókn til Portúgal
|
4.- 5. júní 2024
|
Carlos Martin og starfsmenn Árskóla
|