Aðkoma og stuðningur skólastjórnenda er afar mikilvægur þáttur í árangursríkri teymiskennslu. Skólastjórnendur leggja grunninn með því að skapa kennurum starfsumhverfi sem hvetur þá og gerir þeim kleift að vinna saman að námi og kennslu nemenda. Stjórnendur veita faglega ráðgjöf, skapa kennurum undirbúningstíma til að vinna saman og eru leiðbeinandi í samskiptaerfiðleikum sem geta komið upp í teymi. Til að tryggja að þetta nái fram að ganga eru reglulegir teymisfundir með stjórnendum mikilvægir. Stjórnendur sitja reglulega samráðsfundi teyma.