Við skólann er starfandi foreldrafélag sem er skipað fulltrúum foreldra og
tveimur fulltrúum starfsmanna. Félagið hefur m.a. staðið fyrir fyrirlestrum
um skóla- og uppeldismál ásamt ýmsum uppákomum á vegum skólans og í
samstarfi við kennara.
Í hverri bekkjardeild eru tveir foreldrar tengiliðir milli skólans og
foreldra. Þeir funda með umsjónarkennurum hvers árgangs nokkrum sinnum á
skólaárinu. Umsjónarkennarar hafa samband við tengiliði á haustönn og þegar
þeir vænta þátttöku foreldra í skólastarfinu en jafnframt hafa tengiliðir
frumkvæði að samstarfi. Tengiliðir starfa með kennaranum að ýmsu er varðar
félagsstarf bekkjarins. Netfang foreldrafélagsins er : foreldrafelagarskola@gmail.com.
Lög foreldrafélagsins (breytt á aðalfundi í nóv. 2022).
Stjórn foreldrafélags Árskóla 2024-2025:
Karítas Sigurbjörg Björnsdóttir, formaður
Hilma Eiðsdóttir Bakken
Sigurlaug Lilja Halldórsdóttir
Ragnhildur Friðriksdóttir
Ragndís Hilmarsdóttir
Elín Birna Gylfadóttir