Í Árskóla er unnið samkvæmt starfsmannastefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Í samræmi við hana leggur skólinn sig fram um að:
-
starfsmönnum sé gefinn kostur á endurmenntun við hæfi
-
stöðugleiki sé í starfsmannahaldi
-
starfsmenn taki þátt í stefnumörkun skólans
-
í skólanum ríki góður starfsandi
-
starfsmenn séu meðvitaðir um að öll störf eru mikilvæg og allir vinni saman sem ein heild
-
starfsmenn séu meðvitaðir um hlutverk sitt og ábyrgð
-
starfsmenn kynnist störfum hver annars
-
starfsmenn hafi sýn skólans, gildi og markmið stöðugt í huga við athafnir og viðburði í skólanum
-
stuðla að vellíðan starfsmanna á vinnustað
-
stuðla að sem mestri og víðtækastri starfsánægju meðal starfsfólks
-
leggja mikinn metnað í starfsgæði og starfsþróun
-
vanda móttöku nýrra starfsmanna
-
bjóða upp á sveigjanleika í starfi
-
glæða félagsleg tengsl til að auka samheldni starfsmanna
-
starfsumhverfi sé heilsusamlegt og vinnan sé skipulögð þannig að hún rúmist innan eðlilegs vinnutíma
-
starfsmannasamtöl verði árlega/ tvisvar á ári eftir atvikum
-
sjálfstæði og frumkvæði starfsmanna fái notið sín eins og kostur er