Valgreinar

Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 9. og 10. bekk er frjálst val nemenda að lágmarki 8 kennslustundir. Leitast er við að hafa námsframboð fjölbreytt til að mæta áhugasviði hvers og eins nemanda eins og kostur er. Nemendum stendur til boða að fá æfingar í íþróttagrein metnar sem valgrein að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og samkvæmt samningi sem gerður er. Nemendum í fullu námi í tónlistarskóla stendur til boða að fá námið þar metið sem valgrein og einnig er boðið upp á að fá þátttöku í Unglingadeildinni Trölla metna sem valgrein. Kynningarbækling um valgreinar er að finna á vef skólans. Almennar valgreinar í 8. bekk eru 2 kennslustundir á viku, ein valgrein á önn í 3 annir.