Tölvusamskipti

Mikið er lagt upp úr tölvusamskiptum í Árskóla og eru allir starfsmenn skólans með netfang. Hvatt er til að nota tölvupóst til að koma skilaboðum og tilkynningum áleiðis. Hins vegar er tölvupóstur ekki örugg samskiptaleið og óæskilegt að hann sé notaður til að ræða viðkvæm og persónuleg málefni. Ef um viðkvæm mál er að ræða er æskilegra að hafa símasamband eða koma á fundi. Foreldrar geta óskað eftir viðtali við kennara með símtali eða tölvupósti. Einnig koma ritarar skilaboðum til kennara ef óskað er eftir að þeir hafi samband.