Í síbreytilegu nútímasamfélagi er mikilvægt fyrir hvern mann að vita hvar og hvernig hægt er að afla sér upplýsinga og hvernig á að vinna úr þeim. Upplýsingamennt er þverfagleg námsgrein á öllum stigum í skólanum. Nemendur vinna með iPada og Chromebooks tölvur. Nemendur læra að breyta upplýsingum í þekkingu með því að afla, meta og flokka þær á gagnrýninn hátt. Þeir læra að nota mismunandi forrit og smáforrit og skila niðurstöðum með miðlum upplýsingatækninnar. Mikilvægt er að efla vitund nemenda fyrir þeim hættum sem búa í hinum stafræna heimi.
Með aukinni tæknivæðingu í skólanum þar sem allir nemendur hafa aðgang að spjaldtölvu er fjölbreytni í kennsluaðferðum meiri og upplýsingatæknin notuð sem tæki til náms í öllun námsgreinum.