Í samræmi við jafnréttisáætlun Árskóla og jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar leggur Árskóli áherslu á jafnrétti kynja í hvívetna, bæði meðal nemenda og starfsfólks.
Starfsmenn
-
Gæta skal þess að starfsmenn hafi jafnan rétt til launaðra starfa innan Árskóla og fái jöfn laun fyrir sömu vinnu, óháð kyni.
-
Gæta skal þess að hlutfall kynja sé sem jafnast í nefndum, ráðum og áhrifastöðum innan skólans.
-
Jafnréttissjónarmið verði metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið sem ráða við stöðuveitingar.
-
Í auglýsingum skal þess gætt að hafa jafnrétti kynja í huga.
-
Í Árskóla eiga starfsmenn kost á sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri hagræðingu varðandi vinnutíma.
-
Starfsfólki verði gert kleift að minnka við sig vinnu tímabundið til að sinna fjölskylduábyrgð, svo sem umönnun barna og sjúkra fjölskyldumeðlima. Með þessu móti er starfsfólki auðvelduð samræming á fjölskylduábyrgð og starfsskyldum.
-
Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og skulu jafnframt koma fram af virðingu við aðra.
-
Kynbundin og kynferðisleg áreitni er ekki liðin í Árskóla. í Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar er skýr afstaða tekin gegn kynbundnu ofbeldi.
- Í skólanum er starfandi forvarnarteymi gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni.
Nemendur
-
Gæta skal þess að allir nemendur hafi jafna möguleika til náms og þroska innan Árskóla. Gildir það jafnt um bóklegar sem verklegar greinar, auk félagslífs nemenda, svo sem árshátíðir, keppnisferðir og skólaferðalög.
-
Nauðsynlegt er að vinna markvisst með jafnrétti í skólastarfinu öllu.
-
Gæta verður þess að allir nemendur hafi jöfn tækifæri til framboðs í stjórn nemendafélags Árskóla.
-
Mikilvægt er að námsefni standist jafnréttissjónarmið.
-
Mikilvægt er að kynna nemendum möguleika á framhaldsmenntun og störfum óháð gömlum venjum um kynbundin störf og hvetja nemendur til að prófa það sem höfðar til hvers og eins.
-
Allir nemendur eiga rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu og skulu jafnframt koma fram af virðingu við aðra. Áreitni er ekki liðin.