Foreldrafélag
Við skólann er starfandi foreldrafélag sem er skipað fulltrúum foreldra/forsjáraðila og
einum fulltrúa starfsmanna. Foreldrafélagið starfar samkvæmt eigin lögum sem finna má á vef skólans. Félagið hefur m.a. staðið fyrir fyrirlestrum um skóla- og uppeldismál ásamt ýmsum viðburðum í samstarfi við skólann og starfsfólk hans.
Markmið foreldrafélagsins er að:
-
vera samstarfsvettvangur foreldra/forsjáraðila nemenda í skólanum.
-
styðja heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði.
-
koma á framfæri sjónarmiðum foreldra/forsjáraðila varðandi skóla og uppeldismál.
-
standa vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.
-
efla tengsl heimila og skóla.
Á vef skólans er listi yfir stjórn foreldrafélagsins.
Starfsáætlun foreldrafélags
Starfsáætlun foreldrafélagsins er birt á vef skólans.