Kennsluskipulag felur í sér samskipti kennara við nemendur, val á viðfangsefnum og námsefni til þess að markmiðum námsins verði náð. Kennarar leitast við að velja hverju sinni árangursríkustu leiðirnar til að ná sem bestum árangri og nota til þess fjölbreyttar kennsluaðferðir sem taka tillit til aldurs, þroska og getu þeirra nemenda sem í hlut eiga.
Kennsluaðferðir í Árskóla
Spjaldtölvur eru mikilvægt hjálpartæki til náms og með aukinni notkun hefur orðið mikil áherslubreyting í námi og kennslu. Skólinn er framarlega í tækniþróun í námi og á landsvísu er litið til skólans sem leiðandi í því að innleiða upplýsingatæknina í skólastarfið. Allir nemendur skólans hafa aðgang að iPad til notkunar í námi sínu.
Það felur m.a. í sér beina miðlun með fyrirlestrum, sýnikennslu, skoðunarferðum og sýningum. Markmið útlistunarnáms er einkum að vekja áhuga, útskýra og vekja til umhugsunar.
Þær eru einkum notaðar í list og verkgreinum. Í verklegum æfingum framkvæmir nemandinn og æfir tiltekin atriði. Markmið þeirra er að þjálfa vinnubrögð og efla leikni á tilteknum sviðum.
Viðfangsefnið eru t.d. hlutverkaleikir og rökþrautir af ýmsu tagi. Markmiðið er að þjálfa rökhugsun, ályktunarhæfni og innsæi nemenda.
Þar fást nemendur við uppfinningar og hönnunarverkefni. Nemendur þurfa að setja sig í spor annarra og reyna að líkja sem nákvæmast eftir raunverulegri starfsemi. Markmiðið er að efla frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og frjóa og skapandi hugsun.
Hún er notuð jöfnum höndum með öðrum kennsluaðferðum. Nemendur læra í samvinnu að afmarka viðfangsefni og koma sér saman um verkaskiptingu. Í hópvinnu er markmiðið að þjálfa nemendur í samvinnu.
Tilraunir, efnis- og heimildakönnun, viðtöl og vettvangsathuganir eru dæmi um notkun leitaraðferða í skólanum. Meginmarkmiðið er að virkja nemendur, kynna þeim vísindaleg vinnubrögð og veita þeim þjálfun í að afla upplýsinga.
Þær fela t.d. í sér þankahríð, hugstormun og samræðuaðferðir. Formlegir bekkjarfundir eru algengt umræðufyrirkomulag í skólanum. Markmið þessarar aðferðar er m.a. að efla rökhugsun, kenna nemendum að tjá sig, rökræða og taka tillit til skoðana annarra.
Þar má nefna vinnubókargerð og skriflegar og munnlegar æfingar af ýmsu tagi, ásamt námsleikjum og þjálfunarforritum. Markmiðið er að þjálfa leikni, kanna þekkingu nemenda og festa hana í minni.
Þar fást nemendur við ýmis tjáningarform, leikræn og myndræn, ritun, tónlist, söng og dans. Markmiðið er að virkja nemendur, vekja þá til umhugsunar, efla innsæi þeirra og skapandi hugsun.
Byrjendalæsi er samvirk kennsluaðferð í lestri fyrir yngsta stig. Unnið er með lestur, ritun, tal og hlustun á heildstæðan hátt og áhersla lögð á orðaforða og lesskilning. Viðfangsefni eru sótt í merkingarbæran texta og gjarnan í barnabækur. Mikið er lagt upp úr samvinnu nemenda og einstaklingsmiðun í kennslu.