Skólaheilsugæsla

Markmið heilsuverndar grunnskólabarna er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsemi heilsuverndar grunnskólabarna er skv. lögum, reglugerðum og tilmælum sem um hana gilda og er unnið samkvæmt leiðbeiningum Embættis landlæknis og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu um heilsuvernd grunnskólabarna. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru forvarnir, fræðsla, skimanir og bólusetningar. Unnið er í náinni samvinnu við foreldra/forsjáraðila, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð nemenda að leiðarljósi.

Heilsuvernd er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Heilsuvernd grunnskólabarna í Skagafirði er sinnt af hjúkrunarfræðingum frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), Sauðárkróki. 

Hjúkrunarfræðingur í Árskóla er Margrét Aðalsteinsdóttir,  margreta@arskoli.is.

Viðvera hjúkrunarfræðings er:

Mánudagar           Þriðjudagar              Miðvikudagar             Fimmtudagar

08:00 – 15:00       08:00 - 12:00           08:00 - 15:00              08:00 – 14:00

Markmiðið með heilsuvernd í skólum er að stuðla að því að börn fái að þroskast við bestu andlegu, líkamlegu og félagslegu skilyrði sem völ er á. Til að vinna að markmiði þessu er fylgst með börnunum svo að möguleg frávik finnist og viðeigandi ráðstafanir verði gerðar sem fyrst. Áhersla er lögð á að fyrst og fremst beri foreldrar ábyrgð á heilsu og þroska barna sinna, en starfsfólk heilsuverndar í skólum fræði, hvetji og styðji foreldra í hlutverki sínu.