Umhverfisstefna

Árskóli leggur áherslu á að nemendur og starfsfólk beri virðingu fyrir umhverfinu og leggi sitt af mörkum til að vernda umhverfið og náttúruna. 

Það gerum við með því að allir:

  • taki þátt í flokkun á sorpi

  • spari rafmagn, vatn og sápuefni

  • gangi vel um skólann, innan dyra sem utan

  • dragi úr notkun pappírs og endurnýti hann

  • dragi úr notkun á einnota vörum 

  • dragi úr notkun á vörum í einnota umbúðum

  • nýti afgangsefni í verkefnavinnu

  • noti rafræn samskipti frekar en pappír, sé þess nokkur kostur

  • varist mengun og reyni að nota umhverfisvænar hreinlætisvörur