Brunavarnir

Í Árskóla er öflugt brunavarnarkerfi. Rýmingaráætlun er til staðar og eru teikningar af flóttaleiðum á flestum svæðum skólans. Unnið er að úrbótum á nýjum svæðum. Gert er ráð fyrir að rýming sé æfð árlega. Ef brunaviðvörunarkerfi fer í gang og ekki er slökkt á því innan tveggja mínútna tekur rýmingaráætlun gildi. Miðað er við að nemendahópur fylgi sínum kennara út um öruggustu, hefðbundnu leið (anddyri). Ef sú leið er ekki örugg skal fara út um neyðarútganga. Ekki skal nota lyftu þegar rýmingaráætlun tekur gildi. Hver umsjónarhópur fylgir sínum kennara og viðkomandi starfsfólki á fyrirfram ákveðinn söfnunarstað á lóð skólans. Kennari ber ábyrgð á að hans hópur skili sér og tilkynnir það skólastjórnendum. Skólastjóri er tengiliður við slökkviliðið.