Lífsleikni

Lífsleiknikennsla miðar að því að auka víðsýni og umburðarlyndi nemenda og búa þá undir þátttöku í samfélaginu. Nemendur öðlast færni í samskiptum, rökræðum og lausnaleit.  Mikilvægt er að nemendur þrói með sér lýðræðisleg vinnubrögð og læri að þekkja og virða mannréttindi og jafnrétti. Nemendur öðlist hæfni í að setja sig í spor annarra og þroski með sér samkennd með öðrum. Lögð er áhersla á að nemendur fái náms- og starfsfræðslu, kynnist atvinnulífinu og þekki möguleika á námi að loknum grunnskóla. Í 9. og 10. bekk er starfsþjálfun kennd sem valgrein og er hún vel nýtt. Allir nemendur skólans fá kennslu í lífsleikni innan samfélagsgreina. Í umsjónartímum eða lífsleiknitímum gefst umsjónarkennurum kostur á að fara yfir brýn mál sem koma upp, halda bekkjarfundi í anda Olweusaráætlunarinnar, sinna félags- og fjáröflunarstörfum  o.fl.