Umferðarmál

Á álagstímum er mikill umferðarþungi um skólahverfið. Foreldrar eru hvattir til að ræða umferðarmál við börn sín og vera þeim góð fyrirmynd. Foreldrum er bent á að nota til þess gerðar rennur beggja vegna götunnar til að hleypa börnunum úr bílnum og nota gangbrautina við skólann ef fara þarf yfir götu. Vegna slysahættu eru það vinsamleg tilmæli til foreldra að aka ekki inn á skólalóð eða bílastæði starfsmanna þegar þeir aka nemendum í skólann. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að leggja ekki bílum í rennunni eða í stæði þjónustubíls. Umferðarljós eru við gangbraut við skólann og þar er gangbrautargæsla á morgnana kl. 7:50-8:10.