Við sættum okkur ekki við einelti.
Í Árskóla hefur verið unnið samkvæmt áætlun Olweusar gegn einelti og annarri andfélagslegri hegðun síðan áætlunin var fyrst tekin upp á Íslandi haustið 2002. Allt starfsfólks skólans tekur virkan þátt í baráttunni gegn einelti en umsjónarkennarar gegna þar lykilhlutverki.
Gruni einhvern í skólasamfélaginu að nemandi eða nemendur verði fyrir einelti ber hinum sama að hafa samband við umsjónarkennara viðkomandi barns eða barna og láta vita. Þetta á við um starfsmenn skólans, nemendur hans og foreldra.
Mikilvægt er að brýna fyrir börnum að þau eru ekki að klaga heldur að hjálpa til við að uppræta einelti þegar þau láta vita af einhverju slíku. Nauðsynlegt er að þau geti treyst því að fyllsta trúnaðar verði gætt gagnvart þeim.
Ítarlegri áætlun gegn einelti er að finna í þessu skjali.