Fræðsluþjónusta starfar á vegum sveitarfélaganna í Skagafirði. Skv. 40. gr. grunnskólalaga frá 2008 felst í sérfræðiþjónustu annars vegar stuðningur við nemendur og fjölskyldur þeirra og hins vegar stuðningur við starfsemi grunnskóla og starfsfólk þeirra. Starfsmenn fræðsluþjónustunnar starfa skv. reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum, 2010 og reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla, 2010.
Innan fræðsluþjónustu- og fjölskyldusviðs starfa ráðgjafar, talmeinafræðingur, leiðtogi farsældar, fræðslu og ráðgjafar, auk sviðsstjóra fjölskyldusviðs sem er yfirmaður fræðslumála í sveitarfélögunum í Skagafirði. Skólasálfræðingur er starfandi við fræðsluþjónustuna í hlutastarfi og sinnir greiningarvinnu. Einnig er einstökum málum nemenda vísað til sálfræðings á Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Ráðgjafi fræðsluþjónustu situr reglubundna fundi nemendaverndarráðs í Árskóla og sinnir ráðgjöf við nemendur og foreldra. Starfsmenn fræðsluþjónustu eru að öðru leyti ekki með fastan viðverutíma í skólanum heldur sinna ráðgjöf, greiningum og þess háttar eftir þörfum hverju sinni. Í Árskóla er lögð áhersla á öflugt samstarf og teymisvinnu um málefni nemenda og taka þar þátt starfsmenn skólans og fræðsluþjónustu eftir eðli mála. Með innleiðingu á farsældarlögum og samþættri þjónustu munu málstjórar frá félagsþjónustu eða ráðgjafaþroskaþjálfi á vegum sveitarfélagsins taka við stjórn þeirra teyma þar sem foreldrar hafa skrifað undir beiðni um samþætta þjónustu. Hlutverk málstjóra er að veita upplýsingar og ráðgjöf og leiða þjónustuna. Málstjóri ber ábyrgð á gerð stuðningsáætlunar og að þjónusta sé veitt í samræmi við áætlun.