Umsjónartímar í 8. – 10. bekk

Nemendur á unglingastigi fá 20 mínútna umsjónartíma í upphafi hvers skóladags. Þar hitta umsjónarkennarar bekkinn sinn, taka manntal og skoða stöðuna fyrir daginn. Þessi tími er einnig nýttur til að koma ýmsum upplýsingum til nemenda varðandi skipulag dagsins. Reynslan af þessum umsjónartímum er afar góð að mati nemenda og kennara.