Árshátíðir og bekkjarskemmtanir

Umsjónarkennarar halda utan um félagsstarf síns árgangs. Þeir skipuleggja bekkjarkvöld, litlu jól og árshátíðir. Bekkjarkvöld eru haldin einu sinni til tvisvar á ári í öllum árgöngum og koma tengiliðir bekkjanna gjarnan að þeim.

1. – 4. bekkur. Hver árgangur heldur sína árshátíð og eru sýningar haldnar í Bifröst. 

6. - 7. bekkur heldur sameiginlega árshátíð, árshátíð miðstigs. Ágóði rennur í ferðasjóð 7. bekkjar vegna vorferðalags. 5. bekkur heldur sína árshátíð sér. 

8. – 9. bekkur. Allir nemendur viðkomandi árganga taka þátt í sameiginlegri árshátíð. Ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar og vinna 10. bekkingar við förðun, leikmynd, í miðasölu og sem tæknimenn.

10. bekkur setur upp stóra leiksýningu undir stjórn leiklistarkennara. Undanfarin ár hefur verið um að ræða barnaleikrit í fullri lengd. Allir nemendur taka þátt á einn eða annan hátt. Umsjónarkennarar aðstoða við undirbúning, auk annarra starfsmanna. Ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.

7. og 10. bekkur hafa einkarétt á fjáröflun í skólanum.