Ytra mat

Þrisvar hefur úttekt verið gerð á sjálfsmatsaðferðum skólans á vegum menntamálaráðuneytisins, árin 2004, 2009 og 2021. Uppfyllti skólinn viðmið um sjálfsmatsaðferðir og framkvæmd þeirra í öll skiptin. 

Í október 2021 var starfsemi Árskóla tekin út á vegum Menntamálaráðuneytisins. Markmið úttektarinnar var að leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og Aðalnámskrá grunnskóla 2011. Áhersla var lögð á stjórnun og faglega forystu, nám og kennslu og innra mat.  Matsskýrslan er aðgengileg á vef skólans.