Viðburðadagar eru nokkrir á skólaárinu. Þá er skólastarfið brotið upp og tileinkað ákveðnu þema. Dæmi um slíka viðburðadaga eru: Dansmaraþon 10. bekkinga, Lúsíuhátíð 6. bekkjar, friðarganga, íþróttadagurinn o.fl. Nánar er fjallað um slíka daga í 5. kafla í skólanámskránni.
Aðrir fastir liðir í skólastarfinu eru Stóra upplestrarkeppnin, þátttaka í Skólahreysti og Sumarsælukaffi fyrir eldri borgara. Einn af viðburðadögum skólans er Árskóladagurinn þar sem nemendur og starfsfólk skipuleggja opið hús í skólanum og vinna gjarnan að fjáröflun fyrir valið samfélagsverkefni.