Óveður

Þegar veður er það vont að foreldrar/forsjáraðilar treysta börnum sínum ekki til að fara í skólann þá er það alfarið á valdi foreldranna að taka þá ákvörðun. Engin þörf er á að bíða eftir orðsendingu frá skólanum þar að lútandi. Foreldrar/forsjáraðilar þurfa þó að hringja og tilkynna slík forföll til skólans.

Vinnureglur skólans eru þær að ef um appelsínugular viðvaranir er að ræða er skólastarf fellt niður í samráði við skólayfirvöld. Tilkynningar um slíkt er reynt að að senda út eins fljótt og hægt er að morgni dags.

Ef veður versnar á meðan nemendur eru í skóla eru foreldrar/forsjáraðilar beðnir um að sækja börn sín í skólann eða tryggja heimför þeirra á annan hátt. Nemendur eru ekki sendir einir heim gangandi, en reynt er að tryggja heimför þeirra með skólabíl og fylgja þá alltaf starfsmenn skólans nemendunum heim.