Í Árskóla starfar nemendafélag og er stjórn þess skipuð fulltrúum úr 7. – 10. bekk. Fjallað er nánar um nemendafélagið í kaflanum nemendur í skólanámskrá.
Á vef skólans er listi yfir stjórn nemendafélagsins skólaárið 2023-2024.
Starfsáætlun nemendafélags
Nemendafélagið setur sér starfsáætlun fyrir skólaárið og er hún birt á vef skólans.
Starfsreglur stjórnar nemendafélags Árskóla
Stjórn nemendafélags Árskóla vinnur að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Hún hefur sett sér eftirfarandi starfsreglur í samræmi við Lög um nemendafélög við grunnskóla nr. 91/2008, 9. gr.
1. Fundir stjórnar nemendafélagsins skulu haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði á starfstíma skóla.
2. Fyrsti fundur hvers skólaárs skal haldinn í byrjun september og síðasti fundur um miðjan maí.
3. Deildarstjóri unglingastigs stjórnar fundum, skrifar fundargerð eða fær einhvern fundarmanna til þess. Hann boðar fund með minnst þriggja daga fyrirvara. Dagskrá skal fylgja fundarboði.
4. Stjórn nemendafélagsins er skipuð tveimur fulltrúum úr hverjum árgangi, dreng og stúlku, úr 7. - 10. bekk. Áhugasamir nemendur eru hvattir til að bjóða sig fram til starfa í stjórn. Kosning í stjórn fer fram undir stjórn umsjónarkennara í hverjum árgangi fyrir sig.
5. Starfsáætlun næsta skólaárs skal staðfest af ráðinu á síðasta fundi hvers skólaárs. Einn fundur á ári skal sérstaklega helgaður umræðum um þróunarmál í skólastarfi.
6. Fundargerðir skulu vera aðgengilegar á vefsíðu skólans.