Flestar bækur sem nemendur fá í hendur í skólanum eru eign skólans og eiga nemendur að skila þeim aftur að lokinni notkun. Foreldrar/forsjáraðilar eru hvattir til að fylgjast með því að farið sé vel með þær og þeim skilað í svipuðu ástandi og þær voru í lánaðar frá skólanum. Nemendur bera ábyrgð á námsbókum sem þeir fá í skólanum. Týnist eða eyðileggist bók, sem er í vörslu nemanda, getur hann þurft að bæta skaðann.
Nemendur fá námsgögn s.s. ritföng, stílabækur, reikningsbækur, möppur, hjálpartæki í stærðfræði o.fl. til afnota í skólanum sér að kostnaðarlausu.