Skólaferðir

Allir bekkir fara í ferðalög á skólatíma, flest að vori, mislöng eftir aldri nemenda:

 1. bekkur: Heimsókn á sveitabæ.

 2. bekkur: Heimsókn í Glaumbæ –Víðimýri og skógræktina í Varmahlíð.

 3. bekkur: Farið heim að Hólum.

 4. bekkur: Dagsferð á Blönduós og nágrenni.

 5. bekkur: Dagsferð til Hríseyjar, með viðkomu á Dalvík og stundum Ólafsfirði.

 6. bekkur: Dagsferð til Akureyrar.

 7. bekkur: Skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði, ein vika að hausti.  Þriggja daga ferðalag um Suðurland að vori.

 8. bekkur: Dagsferð að vori.

 9. bekkur: Skólaferðalag/ferð í leikhús, 1 dagur.

10. bekkur: Skólaferðalag, 5 dagar. Hefð er fyrir því að skólaferðalag 10. bekkinga sé til Danmerkur og Svíþjóðar. Í janúar ár hvert er tekin ákvörðun í samráði við foreldra/forsjáraðila og nemendur, um það hvort sú ferð verði farin, þar sem m.a. er tekið mið af stöðu fjáröflunar og þess háttar.