Frímínútur

Yngsta stig: Nemendur í 1. – 4. bekk fara út í frímínútum og hádegishléi. Foreldrum/forsjáraðilum ber að hafa samband við umsjónarkennara þurfi nemandi einhverra hluta vegna að vera inni í frímínútum. Nauðsynlegt er að börn séu klædd til útiveru. 

Miðstig: Nemendur 5. – 7. bekkjar fara út í frímínútum. Í hádegishléi er val um inni- eða útiveru að því marki að 5. bekkingar fá að vera inni einn dag í viku, en 6. og 7. bekkur tvo daga í viku hvor. Inniveran fer fram á skólasafni.

Unglingastig: Nemendur 8. – 10. bekkjar hafa val um hvort þeir eru inni eða úti í frímínútum. 

Í löngu frímínútunum á öllum stigum eru Vinaliðar úr hópi nemenda sem sjá um skipulagða Vinaliðaleiki. Á unglingastigi fara vinaliðaleikir að mestu fram í íþróttahúsi. Skólaliðar, stuðningsfulltrúar og fulltrúar 10. bekkinga annast frímínútnagæslu. Óheimilt er að fara út af skólalóð í frímínútum og í hádegishléi