8.kafli - Öryggismál

Yfirumsjón með öryggismálum í skólanum hefur ásamt skólastjórnendum, öryggisnefnd sem er skipuð tveimur öryggistrúnaðarmönnum og umsjónarmanni skólahúsnæðisins. Unnið er í samstarfi við slökkvilið, lögreglu og aðra þá aðila sem koma að öryggismálum almennt. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa yfirumsjón með æfingum sem miða að því að rýma skólann á sem fljótlegastan og öruggastan máta og sjá til þess að starfsmenn vinni samkvæmt fyrirfram gerðum áætlunum.

Öryggistrúnaðarmenn skólans eru Edda María Valgarðsdóttir og Svavar Viktorsson. Öryggisvörður er umsjónarmaður skólahúsnæðisins Atli Víðir Arason.

Ef nemandi slasast í skólanum er séð um að hann fái viðeigandi fyrstu hjálp en að öðru leyti þurfa foreldrar að sjá um læknisþjónustu ef þörf er á. Slysatrygging nemenda greiðir allan kostnað sem hlýst af fyrstu ferð nemenda á slysastofu, þurfi þeir þangað úr skóla vegna meiðsla sem þeir hafa orðið fyrir í skólanum.

Gert er ráð fyrir að allir starfsmenn skólans fari reglulega á skyndihjálparnámskeið til að vera reiðubúnir að takast á við margvíslegan vanda sem gæti steðjað að.