Áföll geta verið af ýmsum toga s.s. dauðsfall, alvarlegt slys, alvarleg veikindi, hverskonar ofbeldi, náttúruhamfarir eða stórslys sem tengjast skólanum og nánasta umhverfi hans.
Mikilvægt er að skólinn sé viðbúinn þegar áfall ber að höndum og því er starfandi áfallaráð innan hans. Áfallaráð setur sér vinnureglur og skipuleggur hvernig taka skuli á áföllum sem nemendur eða starfsfólk skólans verða fyrir. Með því að hafa ávallt tilbúnar leiðbeiningar um það hvernig best sé að vinna úr sérhverju áfalli er skólinn betur undir það búinn.
Í áfallaráði sitja skólastjóri, prestur, náms- og starfsráðgjafi, skólaritari, skólahjúkrunarfræðingur, deildarstjóri viðkomandi stigs, umsjónarkennarar viðkomandi bekkjar eða fulltrúar þeirra.
Ítarlega áfallaáætlun er að finna hér.