Vinstri hægri vinstri
21.11.2013
Nemendur á yngsta stigi skólans fengu góða heimsókn frá leikhópnum Lottu fimmtudaginn 21. nóvember sl. Þeim var boðið að sjá leikritið Vinstri Hægri Vinstri, leikrit sem sagði frá honum Benna litla og vinkonu hans Ellu tröllastelpu. Ella kunni ekki umferðarreglurnar en Benni ákvað að hjálpa henni og um leið og hann kenndi henni umferðarreglurnar lærðu áhorfendur með henni. Krakkarnir gerðu góðan róm að sýningunni og skemmtu sér hið besta. Leiksýningin er styrkt af Sjóvá og N1 og fengu nemendur afthent endurskinsmerki að sýningu lokinni. Hér eru myndir af sýningunni.