Vinadagur í Skagafirði

Síðastliðinn þriðjudag var haldinn Vinadagur í Skagafirði. Á Vinadaginn mættu öll grunnskólabörn í Skagafirði, ásamt skólahópum leikskólanna og nemendum FNV og skemmtu sér saman eins og sannir vinir gera með söng, leik og dansi. Dagskráin byrjaði í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem nemendur hlýddu á söng og dönsuðu saman áður en Svavar Knútur kom og skemmti krökkunum. Eftir það komu árgangar skólanna saman víðs vegar um skólann og utan dyra og léku sér saman til hádegis við ýmiskonar hópleiki. Vinadeginum lauk síðan um hádegisbilið og héldu krakkarnir úr hinum skólunum heim á leið. Hægt er að sjá myndir frá Vinadeginum hér.

Umfjöllun RÚV um Vinadaginn, (hefst eftir 17 mín og 10 sek)