Úrslit kokkakeppni Árskóla 2014

Kokkakeppni Árskóla 2014 fór fram í gær og var hreint stórkostlegt að sjá einbeitinguna, áhugann og tilþrifin sem þessir ungu matreiðslumenn sýna.  Í dómarasætinu að þessu sinni sátu þau Eiður Baldursson matreiðslumeistari, Kristín Jónsdóttir matráður og Ólöf Hartmannsdóttir kennari sem sáu um það erfiða verk hver ætti að vinna, því eins þau sögðu var þetta ekki auðvelt. 

Í fyrsta sæti voru Elín Sveinsdóttir, Kolbrún Ósk Hjaltadóttir og Jóna María Eiríksdóttir. Rétturinn þeirra var, Döðlufylltar kjúklingabringur.
Í öðru sæti voru Halldór Broddi Þorsteinsson, Rúnar Ingi og Kristinn Freyr Briem.
Í þriðja sæti voru Sunna Þórarinsdóttir, Bríet Lilja Sigurðadóttir, Pálmi Þórsson og Elvar Hjartarson.
 
Þess má geta að Jóna María var í fyrsta sæti og Elvar í þriðja sæti í keppninni í fyrra.
 
 Þau sem styrktu krakkana voru:  Orkuskálinn Bláfell, Ólafshús og KS og færum við þeim hinar bestu þakkir fyrir stuðninginn.