Upplestrarkeppni Árskóla

Upplestrarkeppni Árskóla fór fram í matsal skólans miðvikudaginn 12. mars. Þar voru eftirfarandi nemendur úr 7. bekk valdir til þátttöku í Lokahátíð upplestrarkeppni 7. bekkja grunnskólanna í Skagafirði. Aðalmenn: Ásgeir Bragi Ægisson, Bergljót Ásta Pétursdóttir, Eysteinn Ívar  Guðbrandsson, Óskar Hallur Svavarsson, Rebekka Ósk Rögnvaldsdóttir og Sylvía Rut Gunnarsdóttir. Varamenn: Berglind Björg Sigurðardóttir og Herjólfur Hrafn Stefánsson. Þessir 7. bekkingar munu halda áfram að æfa upplestur og keppa síðan fyrir hönd Árskóla á Lokahátíð upplestrarkeppni 7. bekkja grunnskólanna í Skagafirði sem fram fer miðvikudaginn 19. mars í sal FNV kl. 17:00.