Upplestrarhátíð Árskóla

Upplestrarhátíð Árskóla fór fram í matsal skólans fimmtudaginn 13. mars. Þar voru eftirfarandi nemendur úr 7. bekk valdir til þátttöku í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í Skagafirði. 

Aðalmenn: 
Bryndís Dögg Helgadóttir 
Dominic Þór Jónsson 
Íris Ösp Elefsen 
Hólmar Thor Jónsson 
Patrekur Elí Barðdal Magnússon 
Rúrik Helgason 
Sigurbjörn Darri Pétursson
Svanborg Alma Ívarsdóttir 
 
Varamenn: 
Björn Halldór Rögnvaldsson
Guðni Bent Helgason 
 
Þessir 7. bekkingar munu halda áfram að æfa upplestur og keppa síðan fyrir hönd Árskóla á lokahátið upplestrarkeppninnar í Skagafirði sem fer fram þriðjudaginn 25. mars nk. kl. 17 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. 
 
Nemendur 7. bekkjar hafa síðustu vikur æft sig markvisst í upplestri texta, bæði í skólanum og heima, og nutu áhorfendur afraksturins. 

Dómarar keppninnar í ár voru þau Eysteinn Ívar Guðbrandsson, Ragnheiður Matthíasdóttir og Ingunn Ásdís Sigurðardóttir.