Í gær, miðvikudaginn 22. febrúar, var upplestrarhátíð 7. bekkjar Árskóla haldin í sextánda sinn og stóðu nemendur sig með miklum sóma. Þriggja manna dómnefnd valdi fulltrúa árgangsins sem taka munu þátt í Stóru upplestrarhátíðinni í Skagafirði sem fram fer í sal FNV 28. mars nk. Valdir voru 8 aðalmenn og 2 til vara. Aðalmenn eru: Björn Friðrik Connor Echegaray, Halldóra Heba Magnúsdóttir, Hallmundur Ingi Hilmarsson, Hrafnhildur Ósk Jakobsdóttir, Hrefna Guðrún Gústavsdóttir, Íris Helga Aradóttir, Jón Pálmason og Þorleifur Feykir Veigarsson. Varamenn eru: Herdís María Sigurðardóttir og Rannveig Lilja Ólafsdóttir.