Upplestrarhátíð 7. bekkjar Árskóla 2021

Fulltrúar Árskóla, aðalmenn og varamenn.
Fulltrúar Árskóla, aðalmenn og varamenn.

Upplestrarhátíð 7. bekkjar Árskóla fór fram í tuttugasta sinn, fimmtudaginn 4. mars. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga og færni nemenda í upplestri. Nemendur hafa undanfarið æft upplestur af krafti undir leiðsögn umsjónarkennara sinna og stóðu sig með mikilli prýði. 

Dómarar völdu 9 nemendur, 7 aðalmenn og 2 til vara sem taka munu þátt í Stóru upplestrarkeppni grunnskólanna í Skagafirði sem haldin verður í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra miðvikudaginn 17. mars næstkomandi.

Eftirtaldir nemendur voru valdir í lokakeppnina.

Aðalmenn: 

  • Árdís Líf Eiðsdóttir
  • Emma Katrín Helgadóttir
  • Heiðdís Pála Áskelsdóttir
  • Katla Guðný Magnúsdóttir
  • Lilja Dögun Lúðvíksdóttir
  • Reynir Öxndal Stefánsson
  • Snædís Katrín Konráðsdóttir

Varamenn:

  • Laufey Alda Skúladóttir 
  • Viktoría Dís Harðardóttir

Óskum við nemendum til hamingju með árangurinn.