Upplestrarhátíð 7. bekkjar Árskóla

Í gær, fimmtudaginn 10. mars var upplestrarhátíð 7. bekkjar Árskóla haldin í fimmtánda sinn. Allir nemendur 7. bekkjar lásu texta í óbundnu og bundnu máli og stóðu sig með mikilli prýði. Valdir voru 6 aðalfulltrúar og 2 varafulltrúar sem taka munu þátt í Stóru upplestrarkeppninni í Skagafirði 12. apríl.

Aðalfulltrúar eru Eva María Rúnarsdóttir, Helena Erla Árnadóttir, Katrín Edda Lan Þórólfsdóttir, Ólafur Þór Friðriksson, Þórður Ari Sigurðsson og Örvar Freyr Harðarson. Varafulltrúar eru Ásta Lilja Gísladóttir og Katrín Eva Óladóttir.