Umferðarmál við Árskóla

UmferðaráætlunÍ tilefni af breytingum á Árskóla viljum við koma eftirfarandi tilmælum til foreldra/forsjáraðila barna við Árskóla.  Fyrst skal nefna að við sem ökumenn þurfum að sýna ýtrustu varkárni og virða hraðatakmarkanir. Mikilvægt er að sleppisvæðin séu nýtt eins og sést hérna á myndinni. Aðkoma inn á bílastæði skólans er aðeins ætluð starfsfólki, gestum og þjónustubíl. Ætlast er til að foreldrar sem keyra börn sín í skólann noti sleppistæðin við Skagfirðingabraut. Með von um ánægjulegt og slysalaust skólaár.