Þjóðarsáttmáli um læsi

Undirritun sáttmálans
Undirritun sáttmálans

Illugi Gunnarsson, mennta-og menningarmálaráðherra ásamt Ástu Pálmadóttur, sveitarstjóra og Hrund Pétursdóttur, fulltrúa Heimilis og skóla undirrituðu Þjóðarsáttmála um læsi í Árskóla þriðjudaginn 1. september. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og samtakanna Heimili og skóli. Markmið verkefnisins er að við lok grunnskóla geti öll skólabörn lesið sér til gagns en lestrarfærni er forsenda virkrar þátttöku í lýðræðissamfélagi.