Þemadagar Árskóla

Dagana  6. – 8. október verða þemadagar í skólanum og er þemað að þessu sinni tileinkað endurvinnslu. Skólinn er þátttakandi í Comeniusarverkefni á miðstigi með grunnskólum í átta öðrum löndum og er þemavinnan í ár liður í þátttöku skólans í verkefninu. Comeniusarverkefnið tengist endurvinnslu og nefnist „Waste not, want not“.

Skóladagur nemenda á þemadögum, frá mánudegi til miðvikudags, er kl. 8:10 – 13:10 á öllum stigum.

Fimmtudaginn 9. október kl. 9:30 verða fulltrúar átta landa í Comeniusarverkefninu boðnir velkomnir í Íþróttahúsinu. Dansmaraþon 10. bekkinga hefst síðan kl. 10:00 og stendur til kl. 12:00 á föstudag. Danssýning allra nemenda kl. 17:00 á fimmtudag í Íþróttahúsinu.

 

Opið hús verður í skólanum alla þessa daga og er öllum velkomið að líta við og fylgjast með vinnu nemenda.

 

Vonumst eftir að sjá ykkur sem flest í skólanum þessa daga.

Allir velkomnir!