Í gær, þriðjudaginn 28. mars, fór Stóra upplestrarkeppni 7. bekkja í Skagafirði fram í sal FNV. Þar lásu nemendur úr Árskóla, Varmahlíðarskóla og Grunnskólanum austan Vatna Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason, ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og einnig ljóð að eigin vali. Stóðu nemendur sig allir með mikilli prýði. Allir þátttakendur fengu blóm og bók fyrir þátttökuna. Efnilegir nemendur úr Tónlistarskóla Skagafjarðar fluttu tónlistaratriði í byrjun og í hléi.
Dómnefnd valdi 3 nemendur sem þóttu skara fram úr í upplestri og var Jón Pálmason Árskóla í fyrsta sæti, Íris Helga Aradóttir Árskóla í 2. sæti og Einar Kárason Varmahlíðarskóla í 3. sæti. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.