Stóra upplestrarkeppnin

Á myndinni eru vinningshafar keppninnar
Á myndinni eru vinningshafar keppninnar

Lokahátíð upplestrarkeppni 7. bekkja grunnskólanna í Skagafirði var haldin í sal FNV þriðjudaginn 10. mars. Þátttakendur í keppninni fyrir hönd Árskóla voru Birgitta Björt Pétursdóttir, Diljá Ægisdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Magnús Eyþór Magnússon, Rannveig Sigrún Stefánsdóttir og Sólrún Silfá Guðmundsdóttir. Nemendur lásu brot úr sögunni Öðruvísi fjölskylda eftir Guðrúnu Helgadóttur, ljóð eftir Anton Helga Jónsson og síðan ljóð að eigin vali. Nemendur stóðu sig með mikilli prýði.

Dómnefnd valdi þrjá bestu upplesarana og úrslit urðu þau að Jódís Helga Káradóttir, nemandi í Varmahlíðarskóla, varð í fyrsta sæti, Rannveig Sigrún Stefánsdóttir úr Árskóla í öðru sæti og Vigdís María Sigurðardóttir, Grunnskólanum austan Vatna, í þriðja sæti.

Í viðurkenningarskyni fengu allir keppendur sérprentaða ljóðabók með ljóðum eftir Anton Helga Jónsson frá Félagi íslenskra bókaútgefenda og verðlaunahafar fengu að auki peningagjöf frá Íslandsbanka.

Umfjöllun frá Feyki um keppnina