Skólaslit Árskóla 2015

Árskóla var slitið við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 2. júní sl. Að þessu sinni útskrifuðust 43 nemendur úr 10. bekk skólans og voru þeir kvaddir með söknuði og góðum óskum. Nemendur úr 10. bekk fluttu tónlist á milli atriða og auk þess voru sýnd tónlistarmyndbönd frá 9. bekkingum.

Óskar G. Björnsson skólastjóri flutti hátíðaræðu og sagði meðal annars:

„Kennsluhættir hafa sjaldan verið fjölbreyttari í Árskóla, fagleg umræða sjaldan gróskumeiri. Og framundan eru sannarlega spennandi tímar.“

Hallfríður aðstoðarskólastjóri flutti annál skólaársins og formenn 10. bekkjar, Hrafnhildur Snæbjörg Baldursdóttir og Jónas Aron Ólafsson sögðu frá félagsstarfi 10. bekkjar.

Við útskriftina fengu eftirtaldir nemendur viðurkenningar:

Berglind Ýr Björgvinsdóttir

Viðurkenning fyrir góðan árangur og áhuga í dönsku í 10. bekk Árskóla veturinn 2014-2015.

Gefandi:  Danska menntamálaráðuneytið.

Hrafnhildur Snæbjörg Baldursdóttir

Viðurkenning fyrir jákvæðni og dugnað í félagsmálum í 10. bekk skólaárið 2014-2015.

Gefandi: Árgangur ´57.         

Viðurkenning fyrir áhuga og virkni í samfélagsfræði í 10. bekk Árskóla veturinn 2014-2015.

Gefandi: Árskóli.

Viðurkenning fyrir ástundun og dugnað í ensku í 10. bekk Árskóla veturinn 2014-2015

Gefandi: Rotary.

Viðurkenning fyrir frábæran  alhliða námsárangur í 10. bekk Árskóla veturinn 2014-2015.

Gefandi: Árskóli.

Jónas Aron Ólafsson

Viðurkenning fyrir jákvæðni og dugnað í félagsmálum í 10. bekk skólaárið 2014-2015.

Gefandi: Árgangur ´57.

Viðurkenning fyrir ástundun og framúrskarandi árangur í íþróttum í 10. bekk Árskóla 2014-2015.

Gefandi: Árgangur ’72.

Jón Grétar Guðmundsson

Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur og virkni í náttúrufræði í 10. bekk Árskóla 2014-2015.

Gefandi: Rotary.

Viðurkenning  fyrir áhuga og góða ástundun í íslensku í 10. bekk Árskóla veturinn 2014-2015.

Gefandi Lions.

Kristinn Freyr Briem Pálsson

Viðurkenning fyrir lífsleikni í víðasta skilningi þess orðs í 10. bekk Árskóla 2014-2015.

Gefandi: Árgangur ’45.

Kristrún María Magnúsdóttir

Viðurkenning fyrir áhuga, dugnað og framfarir í stærðfræði í 10. bekk  Árskóla veturinn 2014-2015.

Gefandi: Rotary.           

Malen Áskelsdóttir

Viðurkenning fyrir alhliða árangur í leiklistarstarfi í 10. bekk Árskóla 2014-2015.

Gefandi Árgangur ’54.                      

Viðurkenning fyrir lífsleikni í víðasta skilningi þess orðs.

Gefandi: Soroptymistar.

Pálmar Ingi Gunnarsson

Viðurkenning fyrir áhuga og ástundun í tré- og málmsmíði 10. bekk Árskóla veturinn 2014-2015.

Gefandi Árskóli.          

Rúnar Ingi Stefánsson

Viðurkenning fyrir alhliða árangur í heimilisfræði í 10. bekk Árskóla veturinn 2014-2015

Gefandi: Samband skagfirskra kvenna.

Að skólaslitum loknum var gestum boðið upp á glæsilegar veitingar í málverkasal og starfsmannaaðstöðu í boði 9. bekkinga, foreldra þeirra og skólans.

Myndir frá skólaslitunum.