Árskóla var slitið við hátíðlega athöfn mánudaginn 26. maí með sameiginlegum skólaslitum 9. og 10. bekkjar að vanda. Að þessu sinni útskrifuðust 37 nemendur úr 10. bekk skólans og voru þeir kvaddir með söknuði og góðum óskum. Athöfnin fór fram í Íþróttahúsinu og var öll hin glæsilegasta. 10. bekkingar gengu í salinn kyrjandi skólasönginn og sátu síðan prúðbúnir undir ræðuhöldum, tónlistaratriðum og verðlaunaafhendingu. Óskar G. Björnsson skólastjóri flutti hátíðarræðu og Hallfríður Sverrisdóttir aðstoðarskólastjóri flutti annál skólaársins. Fulltrúar 30 ára útskriftarnema, Þorsteinn Broddason, og 50 ára útskriftarnema, Magnús Jónsson, fluttu ávörp og rifjuðu upp skemmtilegar minningar frá skólaárum sínum. Önnur ávörp fluttu Elín Sveinsdóttir og Pálmi Þórsson, formenn nemendaráðs og sögðu frá félagsstarfi 10. bekkjar.
Eftirfarandi útskriftarnemendur hlutu viðurkenningar:
Brynja Harðardóttir
Viðurkenning fyrir frábæran árangur í leiklist í 10. bekk Árskóla 2013-2014.
Gefandi Árgangur ’54.
Elín Sveinsdóttir
Viðurkenning fyrir jákvæðni og dugnað í félagsmálum í 10. bekk skólaárið 2013-2014.
Gefandi: Árgangur ´57.
Viðurkenning fyrir í alhliða árangur í heimilisfræði í 10. bekk Árskóla veturinn 2013-2014.
Gefandi: Samband skagfirskra kvenna.
Fanney Rós Konráðsdóttir
Viðurkenning fyrir áhuga og ástundun í textilmennt í 10. bekk Árskóla veturinn 2013-2014.
Gefandi Árskóli.
Viðurkenning fyrir lífsleikni. Gefandi: Soroptymistar.
Helga Sól Árnadóttir
Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur og áhuga í dönsku í 10. bekk Árskóla veturinn 2013-2014.
Gefandi: Danska menntamálaráðuneytið.
Hinrik Pétur Helgason
Viðurkenning fyrir framfarir í lífsleikni í víðasta skilningi þess orðs í 10. bekk Árskóla 2013-2014.
Gefandi: Árgangur ’45.
Kolbrún Ósk Hjaltadóttir
Viðurkenning fyrir framfarir og framúrskarandi árangur í íþróttum í 10. bekk Árskóla 2013-2014.
Gefandi: Árgangur ’72.
Matthildur Kemp Guðnadóttir
Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur og virkni í náttúrufræði í 10. bekk Árskóla veturinn 2013-2014.
Gefandi: Rotary.
Viðurkenning fyrir áhuga, dugnað og árangur í stærðfræði í 10. bekk Árskóla veturinn 2013-2014.
Gefandi: Rotary.
Viðurkenning fyrir áhuga og virkni í samfélagsfræði í 10. bekk Árskóla veturinn 2013-2014.
Gefandi: Árskóli.
Pálmi Þórsson
Viðurkenning fyrir jákvæðni og dugnað í félagsmálum í 10. bekk skólaárið 2013-2014.
Gefandi: Árgangur ´57.
Sunna Þórarinsdóttir
Viðurkenning fyrir ástundun og dugnað í ensku í 10. bekk Árskóla veturinn 2013-14
Gefandi: Rotary.
Viðurkenning fyrir framúrskarandi námsárangur í íslensku í 10. bekk Árskóla veturinn 2013-14
Gefandi: Lionsklúbbur Sauðárkróks.
Viðurkenning fyrir frábæran alhliða námsárangur í 10.bekk Árskóla veturinn 2013-2014.
Gefandi: Árskóli.
Að skólaslitum loknum var gestum boðið upp á glæsilegar veitingar í málverkasal í boði 9. bekkinga og foreldra þeirra.