Skólaslit

Árskóla var slitið við hátíðlega athöfn í gærkvöldi, þriðjudaginn 2. júní. Að þessu sinni útskrifuðust 43 nemendur úr 10. bekk skólans og voru þeir kvaddir með söknuði og góðum óskum. Nemendur úr 10. bekk fluttu tónlist á milli atriða.

Óskar G. Björnsson skólastjóri flutti hátíðaræðu og sagði meðal annars:

„Kennsluhættir hafa sjaldan verið fjölbreyttari í Árskóla, fagleg umræða sjaldan gróskumeiri. Og framundan eru sannarlega spennandi tímar.“

Hallfríður aðstoðarskólastjóri flutti annál skólaársins og formenn 10. bekkjar, Alexandra Guðjónsdóttir og Róbert Gunnarsson sögðu frá félagsstarfi 10. bekkjar.

Fulltrúar 30 ára útskriftarnema ávörpuðu samkomuna og gáfu skólanum veglega gjöf til þess að efla leiklist við skólann.

Þá var tilkynnt um veglega 200 þús króna gjöf til kaupa á skákborðumfrá velunnara skólans sem óskar nafnleyndar.

Þá voru þrír af reynslumestu kennurum skólans kvaddir með þakklæti fyrir gott starf.  Þau voru Ásdís Hermannsdóttir eftir 13 ára starf, Ingunn Sigurðardóttir eftir 30 ára starf og Konráð Gíslason eftir 43 ára starf. 

Við útskriftina fengu eftirtaldir nemendur viðurkenningar:

Viðurkenningar vorið 2016

Telma Ösp EinarsdóttirViðurkenning fyrir áhuga og góðan árangur í dönsku í 10. bekk Árskóla skólaárið 2015-2016. Gefandi:  Danska menntamálaráðuneytið.

Alexandra Ósk Guðjónsdóttir

Viðurkenning fyrir jákvæðni og dugnað í félagsmálum í 10. bekk Árskóla skólaárið 2015-2016.Gefandi: Árgangur ´57.

Róbert Smári Gunnarsson

Viðurkenning fyrir jákvæðni og dugnað í félagsmálum í 10. bekk skólaárið 2015-2016. Gefandi: Árgangur ´57.

Róbert Smári Gunnarsson

Viðurkenning fyrir áhuga og virkni í samfélagsfræði í 10. bekk Árskóla skólaárið 2015-2016. Gefandi: Árskóli.

Laufey Harpa Halldórsdóttir

Viðurkenning fyrir ástundun og samviskusemi í ensku í 10.bekk Árskóla skólaárið 2015-2016. Gefandi: Rotary.

Ágústa Eyjólfsdóttir

Viðurkenning fyrir frábæran  alhliða námsárangur í 10.bekk Árskóla skólaárið 2015-2016. Gefandi: Árskóli.

Laufey Harpa Halldórsdóttir

Viðurkenning fyrir ástundun og framúrskarandi árangur í íþróttum í skólaárið 2015-2016. Gefandi: Árgangur ’72.

Guðlaug Dís Eyjólfsdóttir

Viðurkenning fyrir framúrskarandi árangur og virkni í náttúrufræði í 10. bekk skólaárið 2015-2016. Gefandi: Rotary.

Sólveig Birta Eiðdóttir

Viðurkenning  fyrir eljusemi og dugnað í íslensku í 10. bekk Árskóla skólaárið 2015-2016.Gefandi Lions.

Jóhann Daði Gíslason

Viðurkenning fyrir hvetjandi og jákvæða lífsýn í 10. bekk Árskóla skólaárið 2015-2016. Gefandi: Árgangur ’45.

Ágústa Eyjólfsdóttir

Viðurkenning fyrir góðan námsárangur í stærðfræði í 10. bekk  Árskóla skólaárið 2015-2016. Gefandi: Rotary.

Áróra Árnadóttir

Viðurkenning fyrir alhliða árangur í leiklistarstarfi í 10. bekk Árskóla skólaárið 2015-2016. Gefandi: Árgangur ’54.

Jón Arnar Pétursson

Viðurkenning fyrir frábæran námsárangur í tré- og málmsmíði 10. bekk Árskóla skólaárið 2015-2016. Gefandi Árskóli. 

Lára Vilhelmsdóttir

Viðurkenning fyrir sjálfstæði, hugmyndaauðgi og áræðni í heimilisfræði í 10. bekk Árskóla skólaárið 2015-2016. Gefandi: Samband skagfirska kvenna.

Magnús Hólm Freysson

Viðurkenning fyrir áhuga, virkni og frumkvæði í forritun í 10. bekk Árskóla skólaárið 2015-16. Gefandi: Árskóli.

Áróra Árnadóttir

Viðurkenning fyrir lífsleikni í víðasta skilningi þess orðs. Gefandi: Soroptymistar. 

 

Að skólaslitum loknum var gestum boðið upp á glæsilegar veitingar í málverkasal og starfsmannaaðstöðu í boði 9. bekkinga, foreldra þeirra og skólans.