Skólaskákmót Árskóla fyrir árið 2014 fór fram miðvikudaginn 9. apríl. Þrátt fyrir að þátttakan hefði mátt vera meiri var hart barist. Niðurstaðan varð sú að Hákon Ingi Rafnsson í 7. bekk sigraði, hlaut 5 vinninga af 5 mögulegum. Í öðru sæti varð Sigurður Ingi Hjartarsson í 9. bekk með 3 ½ vinning og í því þriðja Magnús Hólm Freysson í 8. bekk með 3 vinninga. Þeir Hákon Ingi og Sigurður Ingi unnu sér rétt til þátttöku á kjördæmismóti, sem er undankeppni Íslandsmóts grunnskóla, en Magnús Hólm Freysson og Reynir Bjarkan B. Róbertsson eru varamenn í sömu keppni.