Þriðjudaginn 24. ágúst verður Árskóli settur. Skólastarf verður með hefðbundnum hætti þar sem grunnskólabörn eru undanþegin fjöldatakmörkunum og nándarreglum og blöndun hópa heimil. Nemendur eru þó hvattir til fyllstu varkárni og persónulegra sóttvarna. Þegar starfsfólk nær ekki að viðhafa nálægðarmörk (1 metra) sín á milli ber að nota andlitsgrímu og munum við gera allt sem við getum til að halda sóttvörnum eins og lög gera ráð fyrir.
Þess vegna verður skólasetning án foreldra og með sama hætti og síðasta haust. Hver árgangur mætir í matsal og fer síðan með umsjónarkennurum í heimastofur. Foreldrar geta aftur á móti ekki fylgt sínum börnum inn en geta að sjálfsögðu fylgt þeim á skólalóðina þar sem starfsfólk tekur á móti þeim. Hvatt er til grímunotkunar gesta í skólabyggingum, en skólum er jafnframt heimilt að takmarka enn frekar komu gesta. Vonum við að ekki þurfi að grípa til þess ráðs.
Tímasetningar fyrir skólasetningar 24. ágúst eru eftirfarandi:
Nemendur 1. bekkjar eru boðaðir sérstaklega með tölvupósti.
kl. 08:30 skólasetning 2. bekkur
kl. 09:00 skólasetning 3. bekkur
kl. 09:30 skólasetning 4. bekkur
kl. 10:00 skólasetning 5. bekkur
kl. 10:30 skólasetning 6. bekkur
kl. 11:00 skólasetning 7. bekkur
kl. 11:30 skólasetning 8. bekkur
kl.12.00 skólasetning 9. bekkur
kl. 12:30 skólasetning 10. bekkur
Fyrsti kennsludagur er miðvikudagurinn 25. ágúst. Kennsla hefst kl. 08:10 og skólinn opnar kl. 07:45. Starfsfólk er á skólalóðinni til að taka á móti nemendum. Frá kl. 08:00 er starfsfólk komið inn í stofur og/eða á ganga. Vegna sóttvarnarreglna þurfa foreldrar að kveðja börnin sín fyrir utan skólann. Í einstaka tilfellum munu foreldrar þurfa að fylgja börnum sínum inn og við biðjum ykkur að hafa umburðarlyndi gagnvart því að það eigi bara við í einstaka tilfellum. Þeir foreldrar sem þurfa að koma inn verða að vera með grímu.
Við viljum biðja alla sem eiga erindi í skólann að koma inn um starfsmannainngang (frá bílastæðinu) og gefa sig fram við skrifstofuna. Þannig tryggjum við sóttvarnir eins og hægt er án þess að hafa skólann læstan.
Með fyrirfram þökk fyrir að sýna skilning og vinna þetta með okkur áfram. Saman getum við allt.
Við hlökkum til samstarfsins við ykkur í vetur.
Starfsfólk Árskóla