Skólakór Árskóla

Nú er kórastarfið Í Árskóla að hefjast að nýju og búið að setja niður æfingar.  Tomas R. Higgerson er undirleikari og Íris Baldvinsdóttir er stjórnandi.

Skráning í kórinn fer fram hjá ritara Árskóla í síma 455 1100 eða á netfangið ritari@arskoli.is

Við skráningu þarf að koma fram nafn barns og bekkur, nafn foreldra og símanúmer svo hægt sé að hafa samband ef eitthvað er.

Kórinn er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Æfingar verða á eftirtöldum tímum:

1. – 4. bekkur æfir á mánudögum  kl. 14:00 – 15:00 í Árskóla/tónmenntastofu. Séð verður um að koma börnum í Árvist sem skráð eru í kórinn á æfingu.

5. – 10. bekkur æfir á mánudögum kl. 15:00 – 16:00 í Árskóla/tónmenntastofu.

Framundan er skemmtilegt starfsár með fjölbreyttum verkefnum fyrir kórinn þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Fyrsta æfing er áætluð mánudaginn 15. september og þarf skráningu að vera lokið fyrir þann tíma.  Mjög mikilvægt er að kórmeðlimir mæti á æfingar og tilkynni forföll ef þau eru.

Með bestu kveðju,

Íris Baldvinsdóttir, tónmenntakennari og kórstjórnandi Árskóla.